Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.
Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði í gær nýja heimasíðu Líforkuvers ehf. við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri. Heimasíðan veitir góða innsýn í starfsemi félagsins sem var stofnað til að vinna að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi við Eyjafjörð. Líforkuverinu er ætlað að taka á móti dýrahræjum af öllu landinu til vinnslu.
Hugmyndir um líforkuver í Eyjafirði hafa verið uppi í um áratug. Hugmyndin og vinnan að verkefninu átti sér upphaflega stað innan Vistorku, en fluttist síðar undir Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem áhersluverkefni.
Unnið var frumhagkvæmnimat fyrir uppbyggingu Líforkuvers með mótframlagi frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins sem var kynnt fyrir sveitastjórnum svæðisins í lok árs 2022. Í framhaldi, eða um ári síðar, var þróunarfélagið Líforkuver ehf. stofnað um verkefnið og sitja fulltrúar Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis, SSNE, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar og Kjarnafæði/Norðlenska í stjórn félagsins.