Fara í efni

Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.

Stjórn félagsins ásamt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og Kristínu Helgu Schiöth, framk…
Stjórn félagsins ásamt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og Kristínu Helgu Schiöth, framkvæmdastjóra.

Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði í gær nýja heimasíðu Líforkuvers ehf. við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri. Heimasíðan veitir góða innsýn í starfsemi félagsins sem var stofnað til að vinna að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi við Eyjafjörð. Líforkuverinu er ætlað að taka á móti dýrahræjum af öllu landinu til vinnslu. 

Hugmyndir um líforkuver í Eyjafirði hafa verið uppi í um áratug. Hugmyndin og vinnan að verkefninu átti sér upphaflega stað innan Vistorku, en fluttist síðar undir Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem áhersluverkefni.

Unnið var frumhagkvæmnimat fyrir uppbyggingu Líforkuvers með mótframlagi frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins sem var kynnt fyrir sveitastjórnum svæðisins í lok árs 2022. Í framhaldi, eða um ári síðar, var þróunarfélagið Líforkuver ehf. stofnað um verkefnið og sitja  fulltrúar Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis, SSNE, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar og Kjarnafæði/Norðlenska í stjórn félagsins.

Getum við bætt síðuna?