Fyrsta vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar
Skrifað
21.08.2024
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Fyrsta vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar
Fyrsta vinnustofan vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra var haldin í Þingeyjarsveit í gær, skemmtilegar og líflegar umræður áttu sér stað og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir komuna. Á næstu vikum verða haldnar vinnustofur í öllum sveitarfélögum.
Á vinnustofunum verður fjallað um þrjá málaflokka Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Atvinnulíf - Blómlegar byggðir - Umhverfismál.
Við hvetjum sem flesta til að mæta, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á stefnumótun landshlutans næstu ár
Skráning á vinnustofurnar fer fram hér.