Fjölskylduviðburður og matarmarkaður - Beint frá býli
Fjölskylduviðburður og matarmarkaður - Beint frá býli
Beint frá býli dagurinn verður haldinn hátíðlegur í annað sinn hringinn í kringum landið. Eitt lögbýli í hverjum landshluta opnar býli sitt fyrir gestum en á Norðurlandi eystra verður það Svartárkotsbúið í Bárðardal, við jaðar Ódáðahrauns. Dagskráin fer fram á öllum stöðum sunnudaginn 18. ágúst og má finna tímasetningar hér.
Þann dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta í Svartárkot til að kynna og selja vörur sínar frá klukkan 13:00-16:00.
- Matarmarkaðurinn og veitingarnar verða í nýju vinnsluhúsi sem er í byggingu á býlinu
- Veitingar til sölu
- Leiðsögn í reykhúsið á svæðinu
- Fræðsla um hinn einstaka fjallahring
- Svartárkot er einn af samstarfsaðilum sem standa að Nægtarbrunni náttúrunnar sem gestir fá kynningu á
- Gróðurhús í byggingu
- Heimalningar og hestar (teymt undir)
- Leiktæki og leikir sem einkum tengjast Svartárvatni
Ábúendur, heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur hlakka til að sjá sem flest og njóta skemmtilegs dags saman.
Hér má finna slóð á viðburðarsíðu á facebook.
Fyrsti Beint frá býli dagurinn var haldinn í fyrra og var tilefnið 15 ára afmæli félagsins og tilgangurinn að kynna íbúum starfsemi heimavinnsluaðila á lögbýlum og byggja upp tengsl milli þeirra.