KLAK heldur kynningarfundi á Akureyri
KLAK heldur kynningarfundi á Akureyri
KLAK - Icelandic Startups heldur í hringferð um landið og miðvikudaginn 2. október stoppa þau á Akyureyri á Berjaya hótelinu og á Strikinu
Markmið ferðarinnar er að kynna starfsemi sína með sérstakri áherslu á frumkvöðlakepnnina Gulleggið og viðskiptahraðalinn Startup Tourism sem hefur verið endurvakinn eftir 5 ára dvala. Verkefnastjórar KLAK, Kolfinna Kristínardóttir, Jenna Björk Guðmundsdóttir og Ísey Dísa Hávarsdóttir munu halda viðburðinn.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að mæta, njóta léttra veitinga og kynnast tækifærum í stuðningsumhverfi nýsköpunar.
Hér finnið þið skráningarform á fundinn.
Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem hefur það markmið að hvetja til nýsköpunar og tæknivæðingar í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring. Sérstök áhersla er lögð á að auðvelda aðilum af öllu landinu að taka þátt og kynningarferðin er einn liður í því. Hraðallinn samanstendur af fimm tveggja daga lotum sem ýmist fara fram á netinu eða í Grósku í Reykjavík en flug og gisting verða niðurgreidd fyrir þau teymi sem koma af landsbyggðinni.
Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur hún verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan árið 2008. Keppnin er sérstaklega hugsuð fyrir nýsköpun á hugmyndastigi. Gulleggið er opið öllum, það er einnig opið þeim sem ekki eru með hugmynd.
Hugmyndahraðhlaup Háskólanna verður haldið í fyrsta skipti haldið helgina 4.-5. janúar. Það er viðburður opinn öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að finna sér teymi og þóa með því nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningaumhverfis – sem má svo senda inn í Masterclass Gulleggsins. Masterclass er opið námskeið í nýsköpun og frumkvöðlafræðum. Verður námskeiðið í beinu streymi á Akureyri og fulltrúi frá KLAK á staðnum til aðstoðar, t.d. við uppsetningu á kynningu hugmyndar sem hægt er að senda í keppnina.
Tilgangur ferðarinnar er að hvetja til nýsköpunar, fræða og upplýsa um hvað er í boði fyrir þau sem hafa legið á hugmyndum sínum hvort sem það er innan ferðaþjónustunnar eða í öðrum greinum.