Fara í efni

STEFnumót á Akureyri: Til hvers er STEF og hvernig á að fóta sig í bransanum?

STEF stendur fyrir fræðslufundi á Akureyri í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Samtök sve…
STEF stendur fyrir fræðslufundi á Akureyri í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

STEFnumót á Akureyri: Til hvers er STEF og hvernig á að fóta sig í bransanum?

STEF stendur fyrir fræðslufundi á Akureyri í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Þeir Arnar Feyr Frostason og Hreiðar K. Hreiðarsson frá STEFi munu m.a.

  • útskýra greiðsluflæði tónlistarveitna (t.d. Spotify) og fara yfir muninn á því að fá greitt sem höfundur eða sem flytjandi eða útgefandi
  • fjalla um fjárflæði vegna tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
  • greina stuttlega frá starfsemi STEFs og þeirri þjónustu sem höfundum býðst


Þá verða höfundum og upprennandi tónlistarfólki veitt holl ráð við að fóta sig í bransanum og koma sér á framfæri.


Dagsetning: 15. október
Klukkan: 17:00-18:30
Staðsetning:
Tónlistarskólinn á Akureyri (Hofi) í "samspilsstofunni" sem formlega heitir stofa 357
Facebook viðburður: https://fb.me/e/7hhuPb6wf

Öll velkomin og frítt inn.
Gestum verður boðið uppá kaffi og kleinur.


Við bendum tónlistarfólki í landshlutanum jafnframt á flokka- og umsóknarfresti Tónlistarsjóðs (nú opið fyrir umsóknir) og HönnunarÞing ársins þar sem áhersla er samspil hönnunar, tónlistar og nýsköpunar.

Getum við bætt síðuna?