Fara í efni

Nordic Bridge

Nordic Bridge

SSNE og Háskólinn á Hólum standa fyrir vinnustofu um Interreg NPA Evrópuverkefnið Nordic Bridge á Akureyri 15. október. Auk SSNE og Háskólans á Hólum eru þátttakendur í verkefninu frá Noregi og Finnlandi.

Nordic Bridge gengur út á að tengja saman háskólasamfélagið, atvinnulífið og samfélagið með því að búa til rafrænan vettvang þar sem þessir aðilar geta sett fram bæði sértæk eða almenn vandamál þar sem óskað er eftir innsýn og sérfræðiþekkingu háskólasamfélagsins.

Með vefgáttinni verður samstarf háskóla, atvinnulífsins og nærsamfélagsins gert auðveldara. Í raun er um að ræða sérstakan vettvang þar sem þessir hópar geta kynnst og skipulagt aðgerðir til að leysa vandamál og deila hugmyndum sín á milli.

Vinnustofan verður haldin á Hótel KEA, 15. október frá kl. 12:00 - 15:00. 

Skráning á vinnustofuna fer fram hér

Hlökkum til að sjá þig!

Getum við bætt síðuna?