Fara í efni

Skógarkolefni

Skógarkolefni

Skógarkolefni er verkefni sem Skógræktin hefur hrundið af stað til að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Hingað til hafa margir farið í skógræktarverkefni og binda þar með kolefni en þegar kom að grænu bókhaldi taldist þessi binding ekki tæk þar sem á hana vantaði vottun. Starfsfólk SSNE hvetur aðila til að setja sig í samband við Skógræktina til að skoða enn frekar möguleikana sem felast í þessu verkefni. 

Markmið Skógarkolefnis eru:

  • draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að binda kolefni

  • bjóða landeigendum upp á nýja kosti til að fjármagna skógrækt

  • bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á nýjan kost til að kolefnisjafna sig

  • efla skógrækt á Íslandi með öllum þeim kostum sem henni fylgja

Skógarkolefni tryggir:

  • raunverulega kolefnisbindingu með nýskógrækt

  • viðbót við fyrri kolefnisbindingu

  • mælda og staðfesta kolefnisbindingu

  • skilgreindan varanleika kolefnisbindingar

  • vottaða kolefnisbindingu

  • umhverfis- og samfélagslega ábyrgð

Frekari upplýsingar er að finna hér. 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?