Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ferðamálastofa auglýsir starf án staðsetningar - frestur rennur út 5.mars

Leitað er að einstaklingum með fasta búsetu utan höfuðborgarsvæðisins en að öðru leyti er um störf án staðsetningar að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti haft starfsaðstöðu utan heimilis. Miðað er við að starfshlutfall sé að lágmarki 50%.

Opnað fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

** UPPFÆRT - FRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM STYRKI Í LÓUNA HEFUR VERIÐ LENGDUR TIL OG MEÐ 22. MARS **

Fréttabréf SSNE er 1 árs!

Í þessu 12. tölublaði förum við yfir víðan völl enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða.  Hér getið þið lesið um áhersluverkefnin sem stjórn SSNE hefur lagt fyrir stýrihóp Stjórnarráðsins en alls er um 11 verkefni að ræða sem samtals hljóta 60,7 m.kr. í styrk. 

Íbúakönnun 2020 - helstu niðurstöður

Niðurstöður nýrrar könnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga var birt fyrir skömmu. Könnunin var gerð meðal íbúa landsins og spurt var út í búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku og framkvæmd í september og október síðastliðnum.

Fyrsta stjórn Fiskeldissjóðs skipuð - 113 milljónir króna til úthlutunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað fyrstu stjórn Fiskeldissjóðs sem stofnaður var árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa

Samband Íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Eftirfylgni aðgerða í kjölfar fárviðris 2019

Í kjölfar fárviðrisins 2019 var gengið í að greina hvað þyrfti til að bæta úr varðandi innviði og einnig skoða frekari uppbyggingu. Verkís var fengið til að fylgja aðgerðum eftir og vinna eftirfylgnisskýrslu.

Tannhjólið

Í lok síðasta árs kláraðist þriggja ára áhersluverkefni Eyþings frá 2017, Gert – Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni á Norðurlandi eystra. Verkefnið var að stóru leyti þekkingaryfirfærsla þar sem sambærilegt verkefni er unnið á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Um var að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI), Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

NORA auglýsir verkefnastyrki vegna samstarfsverkefna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs

Komið er að fyrri úthlutun ársins en veittir eru styrkir tvisvar á ári úr sjóðum Norræna Atlantssamstarfsins (NORA)
Getum við bætt síðuna?