Fara í efni

Fjárfestingarátak um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn

Mynd: vb
Mynd: vb

Fjárfestingarátak um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur að fjárfestingarátaki um uppbyggingu varanlegra salerna á áningarstöðum við hringveginn. Verkefnið er boðið út í samstarfi við Ríkiskaup.

Markmið fjárfestingarátaksins er að byggja upp varanleg salerni á áningarstöðum við hringveginn. Leitast verður við að dreifing salernanna um einstaka landshluta verði sem jöfnust og hugað verði að aðgengi fyrir alla. Verkefni þar sem um er að ræða 40-50 km fjarlægð frá næsta þéttbýli njóta forgangs, einkum á sunnanverðum Vestfjörðum og Norðausturlandi.

Fjár­fest­ingar­átakið er tíma­bundið og nem­ur 100 millj­ón­um króna og verður þeim úthlutað í samræmi við fjölda umsókna og upphæð hverrar umsóknar. Einstaklingar og lögaðilar geta gert tilboð í verkefnið. Fram­kvæmd má hvorki kalla á veitu­fram­kvæmd­ir né breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og skal um­sækj­andi sjálf­ur sjá um og tryggja rekst­ur sal­ern­anna.

Árin 2018 til 2020 varði ráðuneytið allt að 90 millj­ón­um ár­lega í fram­kvæmd og fjár­mögn­un til­rauna­verk­efn­is um upp­setn­ingu og rekst­ur tíma­bund­inn­ar sal­ern­isaðstöðu á völd­um án­ing­ar­stöðum Vega­gerðar­inn­ar. Í fjár­lög 2021 kom svo inn fjár­heim­ild upp á 100 millj­ón­ir til upp­bygg­ing­ar var­an­legra sal­erna við hring­veg­inn.

Nánar á úboðsvef Ríkiskaupa.

 

 

Getum við bætt síðuna?