Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Kraftur og bjartsýni einkenndu málþingið „Fólk færir störf“

Akureyrarstofa og SSNE héldu vel heppnað málþing á netinu um störf óháð staðsetningu sem bar heitið Fólk færir störf. Hægt er að horfa á upptöku af þinginu og lesa úrdrátt úr helstu dagskrárliðum hér.

Persónuvernd auglýsir störf á Húsavík - í takt við aðgerð B7 í byggðaáætlun

Persónuvernd auglýsir tvö störf á Húsavík. Í Byggðaáætlun er aðgerð sem lýtur að því að 10% starfa stofnanna á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar. Persónuvernd er að taka eitt skref í átt að því með því að auglýsa störf utan höfuðborgarsvæðisins.

Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Nýtum auðlindir norðursins til að skapa sjálfbærar framtíðarlausnir Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Hacking Norðurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Nordic Food in Tourism, SSNE, SSNV og Nýsköpun í norðri. Íslandsbanki styrkir verkefnið.

NORA

Hæfnihringir njóta vinsælda

Mikil aðsókn er í Hæfnihringi – stuðning fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni. Rúmlega 40 konur hafa skráð sig.

Vel heppnað fyrirtækjaþing Akureyrar

Akureyrarstofa og SSNE tóku höndum saman og skipulögðu vel heppnað fyrirtækjaþing (rafrænt að sjálfsögðu) s.l. fimmtudag.

Sjálfbærar samgöngur- hvernig ferðumst við og flytjum vörur á sjálfbærum svæðum?

Vinnurðu við eða hefur áhuga á samgöngum, orku- eða skipulagsmálum?  Þá viljum við benda þér á fjarráðstefnu í boði Orkustofnunar Svíþjóðar. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér. 
Getum við bætt síðuna?