Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Rafrænt málþing um störf óháð staðsetningu - Fólk færir störf

Akureyrarstofa og SSNE, samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, standa fyrir rafrænu málþingi þann 28. janúar næstkomandi. Þar verður ljósinu varpað á ört vaxandi möguleika sem felast í störfum sem eru óháð staðsetningu. Rætt verður um tækifæri og áskoranir sem felast í flutningi fólks og starfa og sagðar áhugaverðar reynslusögur frá fyrirtækjum og opinberum stofnunum.

Hæfnihringir hefjast á ný – stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á landsbyggðinni? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni í þínum rekstri og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað?

Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Íbúum um allt land bauðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember sl. Listafólk í fremstu röð heimsótti fólk heim og flutti stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur gátu pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig var boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem gátu ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar.

Fréttabréf desembermánaðar er komið út

Fréttir af fyrirtækjaþingum sveitarstjórna, yfirlit styrkja sem framundan eru og þeim sem úthlutað hefur verið til landshlutans, listagjöf stjórnvalda og fleiru áhugaverðu úr landshlutanum.

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Getum við bætt síðuna?