
Opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð
Ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2021 eru 630 m.kr. og er umsóknarfrestur til og með 6.júní 2021. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. SSNE býður upp á ráðgjöf og aðstoð vegna styrkumsóknaskrifa, m.a. í Matvælasjóð.
17.05.2021