Óskarstöðin á Raufarhöfn fær yfirhalningu
Óskarstöðin á Raufarhöfn fær yfirhalningu
Óskarstöðin á Raufarhöfn, sem reis árið 1950 og var eitt af 11 síldarplönum sem starfrækt voru á síldarárunum á Raufarhöfn hefur gegnið í endurnýjun lífdaga. Snorri F. Hilmarsson hefur unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að bjarga Óskarstöðinni og endurbyggja. Segja má að nú í dag sé húsið aftur orðið staðarprýði á Raufarhöfn og er það mikið gleðiefni að þessi sögulega mikilvæga bygging sé nú með nýjan tilgang og hlutverk fyrir menningarflóru svæðisins. Húsið er svo gott sem tilbúið að utan en enn eru þónokkuð mörg handtök eftir inni.
Óskarstöðin eftir endurnýjun
Myndlistanámskeið á Melrakkasléttu
Myndlistaskólinn í Reykjavík stóð fyrir áhugaverðu námskeiði dagana 9.- 13. ágúst sl. þar sem Óskarstöðin var bækistöð og vinnuaðstaða námskeiðsins. Þátttakendur fengu innsýn í menningu, sögu og samfélag Melrakkasléttu og sjónum aðallega beint að gróðri jarðar, fjörunni, vötnum, lónum og dýralífi. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Rannsóknastöðina Rif og Heimsenda, menningarfélag Óskarsbragga með tilstyrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.