Störf án staðsetningar - tvær lausar stöður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Störf án staðsetningar - tvær lausar stöður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að framsæknum sérfræðingi í efnahags- og fjármálum með reynslu af og þekkingu á gagnagrunnum og – vinnslu. Viðkomandi ber ábyrgð á þróun og rekstri gagnagrunna og greiningu gagna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Kemur að þróun nýrra lausna í gagnamálum s.s. vöruhúsgagna, gagnalón o.fl.
- Vinnur með sviðsstjóra og öðrum sérfræðingum hag- og upplýsingasviðs að öflun, miðlun og úrvinnslu gagna um sveitarfélög.
- Tekur þátt í greiningu á fjármálum sveitarfélaga og efnahagsumhverfi þeirra.
- Innir af hendi önnur verkefni sem sviðsstjóri eða framkvæmdastjóri felur honum.
Hæfnikröfur
- Háskólapróf í hagfræði eða skyldum greinum. Framhaldsnám er kostur.
- Haldgóð þekking á efnahagsmálum og málefnum sveitarfélaga.
- Yfirgripsmikil þekking á hugbúnaði og gagnavinnslu.
- Reynsla af verkefnum á sviði gagnastjórnunar, eins og viðskiptagreind og vöruhúsi gagna.
- Reynsla af gagnagreiningu og framsetningu á gögnum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og er nákvæmur í vinnubrögðum
- Þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga.
- Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt framtíðar starf. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, netfang: sigurdur.snaevarr@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.
Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf sérfræðings á hag- og upplýsingasviði“, berist eigi síðar en mánudaginn 28. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti á samband@samband.is.
Sérfræðingur á kjarasviði
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að einstaklingi í starf sérfræðings á kjarasviði sem hefur til að bera frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og getu til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum. Starfslýsing.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast gerð reiknilíkana vegna kostnaðarmats kjarasamninga.
- Hefur umsjón með framkvæmd og úrvinnslu kjararannsókna kjarasviðs.
- Annast sérfræðiráðgjöf um framkvæmd og túlkun kjarasamninga ásamt gerð leiðbeininga til sveitarfélaga vegna launaútreikninga.
- Vinnur með sviðsstjóra og öðrum sérfræðingum kjarasviðs að undirbúningi og gerð kjarasamninga og tekur þátt í kjaraviðræðum.
- Innir af hendi önnur verkefni sem sviðsstjóri eða framkvæmdastjóri felur honum.
Hæfnikröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum sem nýtist í starfi. Framhaldsnám er kostur.
- Góð þekking á kjarasamningsumhverfi opinbers vinnumarkaðar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og er nákvæmur í vinnubrögðum
- Þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga.
- Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt framtíðar starf. Nánari upplýsingar veitir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs, netfang: inga.run.olafsdottir@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.
Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf sérfræðings á kjarasviði“, berist eigi síðar en mánudaginn 28. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til samband@samband.is.
Starfsaðstaða
Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.