Fara í efni

Forsetahjónin fá kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður

Forsetahjón með íbúum Bakkafjarðar.
Forsetahjón með íbúum Bakkafjarðar.

Forsetahjónin fá kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður


Þórir Örn Jónsson, Sædís Ágústsdóttir og börn fá mynd með forsetahjónum.

Forseti og forsetafrú fóru í opinbera heimsókn í Langanesbyggð sem lauk með íbúafundi á Bakkafirði þar sem þau fengu kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður. Þá komu þau við í Skeggjastaðakirkju, sem er elsta timburkirkja á Austurlandi byggð 1845, og hjá Djúpalæk, þar sem Bakkfirðingar hafa reist minnisvarða til heiðurs Kristjáni Einarssyni skáldi frá Djúpalæk.

Bakkfirðingar tóku vel á móti forsetahjónunum með trakteringum og færðu fjölskyldunni á Bessastöðum bók að gjöf um litlu músina hana Pílu Pínu, til minningar um Kristján frá Djúpalæk og framlag hans í þágu barnamenningar á Íslandi. Mikið var skrafað, bæði um áskoranir í hinum dreifbýlli landshlutum, en ekki síður um tækifærin, s.s. þau sem felast í menningartengdri ferðaþjónusta og margt fleira.


Frú Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísland og Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar

Forsetahjónin nutu svo kyrrðarinnar við Bakkaflóa en förinni var heitið til Vopnafjarðar í dag.

Getum við bætt síðuna?