Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Náms- og kynnisferð til Noregs

Þrír starfsmenn SSNE tók þátt í náms- og kynnisferð ferð Byggðastofnunar og sjö landshlutasamtaka til Noregs í maí, með í ferðinni voru einnig fulltrúar innviðaráðuneytisins og byggðamálaráðs. Heimsóknir hópsins voru mjög fjölbreyttar en í grunnin eru Norðmenn að kljást við mikið af sömu áskorunum og Ísland. Nordic innovation var heimsótt í Osó en svo var haldið til Þrándheims þar sem ráðstefna var haldin með fylkinu og NTNU háskólinn var heimsóttur.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi send til samþykkis

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 hefur verið send á sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE til samþykkis. Sveitarfélögin á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Úthlutanir úr ýmsum sjóðum

Þessa dagana er verið að úthluta úr ýmsum sjóðum á landsvísu, en eitt af því sem SSNE gerir er að rýna úthlutanir til þess að skoða hlutfall þess sem er að koma inn á Norðurland eystra. Á rúmlega viku hefur verið úthlutað úr fjórum sjóðum.

Kistan - Atvinnu- og nýsköpunarsetur opnar á Þórshöfn

Þann 16. maí síðastliðinn opnaði Kistan, atvinnu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn, en Kistan er í eigu Langanesbyggðar og hefur það markmið að mynda á Þórshöfn metnaðarfullt samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis.

Skrifstofa SSNE á Akureyri lokuð í dag og á morgun

Skrifstofa SSNE í Hafnarstræti 91 á Akureyri er lokuð í dag og á morgun, en búast má við nánari upplýsingum síðar í vikunni. Starfsfólk er í fjarvinnu og hægt að nálgast það í síma og tölvupósti.

Góðir gestir frá Runavik

Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum er í heimsókn á Norðurlandi eystra þessa dagana ásamt Höllu Nolsøe Poulsen sendikvinnu Færeyja á Íslandi.
Hér má líta kjarnakonurnar Aðalheiði Eysteinsdóttur, Brák Jónsdóttur og frú Elizu Reid. Myndin var fengin að láni af facebooksíðu Listahátíðar í Reykjavík.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði er framúrskarandi á landsvísu, enda valið sem handhafi Eyrarrósarinnar árið 2023. Við óskum listakonunni Aðalheiði Eysteinsdóttur og hennar fólki, innilega til hamingju með þessa viðurkenningu á hennar mikilvæga starfi og framlagi til listarinnar og samfélagsins.

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl 2023

Ég veit ekki með ykkur, en hjá okkur var svo mikið um að vera í apríl að mánuðinum var hreinlega lokið áður en hann byrjaði. Hluti af ástæðunni er auðvitað páskafríið og vor í lofti, en hjá okkur var það líka Ársþing SSNE sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl.

Vinnur þú á Akureyri en býrð í nærsveitum?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa að búa í nærsveitum Akureyrar og sækja vinnu á Akureyri. Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.

Félagsmiðstöð í skýjunum

Nú er hafin vinna við þróun félagsmiðstöðvar í skýjunum, Ásgarður ráðgjafarþjónusta í samvinnu og samstarfi við Skóla í skýjunum leiða verkefnið sem styrkt er af Vestfjarðarstofu og SSNE. Nemendur úr Skóla í skýjunum stofnuðu félagsmiðstöð sem nemendaverkefni og fengu félagsmiðstöðina viðurkennda sem aðili að SAMFÉS. Til þess að fylgja því verkefni áfram var ákveðið að sækjast eftir styrkjum til þess að gera félagsmiðstöðina í skýjunum að raunhæfum valkosti fyrir öll ungmenni á Íslandi!
Getum við bætt síðuna?