Sveitarfélögum býðst að senda græna leiðtoga sína á námskeið til dr. Snjólaugar Ólafsdóttur þann 22. september næstkomandi. Snjólaug Ólafsdóttir er sviðstjóri sjálfbærni hjá EY og hefur komið víða við á sviði sjálfbærni. M.a. hefur hún unnið mikið með Festu - miðstöð um sjálfbærni og aðstoðað við gerð og innleiðingu sjálfbærni- og loftslagsstefnu hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.
Sveitarfélög SSNE geta sent fulltrúa á námskeiðið sér að kostnaðarlausu, en námið er liður í að byggja upp þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum innan hvers sveitarfélags. Námskeið er einnig hluti af LOFTUM sem er áhersluverkefni landshlutans á árinu 2023 og styrkt af Sóknaráætlun.
Tengiliðir Grænna skrefa SSNE eru boðnir sérlega velkomnir á námskeiðið, en annað starfsfólk að sjálfsögðu velkomið.