Fara í efni

Markaðssjóður sauðfjárafurða - umsóknarfrestur til 6. júní

Markaðssjóður sauðfjárafurða - umsóknarfrestur til 6. júní

Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Markaðsráð ákvarðar og úthlutar vegna þeirra umsókna sem berast. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Verklagsreglur má sjá hér fyrir neðan og hér má finna umsóknareyðublaðið
 
Hægt er fá ráðgjöf hjá Nönnu Steinu Höskuldsdóttir, verkefnastjóra SSNE á netfangið nanna@ssne.is eða í síma 8688647.
 
VERKLAGSREGLUR um styrki til stuðnings viðnýsköpun, vöruþróun kynningar-og markaðsstarf

1. gr. Reglur þessar fjalla um ráðstöfun hluta framlags samkvæmt samkomulagi atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytis (ANR), Bændasamtaka Íslands (BÍ), Framleiðnisjóðs landbúnaðarins (FL) og Landssamtak sauðfjárbænda (LS) um átaksverkefni samkvæmt 10. gr. samnings umalmenn starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016. Verja skal 10 m.kr. á ári af upphæð til átaksverkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða til nýsköpunar, vöruþróunar, kynningar-og markaðsstarfs á árunum 2017-2021. Með viðauka við samkomulagið frá 1. febrúar 2021 er verkefnið fært undir Markaðsráð kindakjöts, en Framleiðnisjóður landbúnaðarins var lagður niður 31.desember 2020.

2. gr. Markaðsráð kindakjötsannast vörslu umræddra fjármuna, auglýsir eftir umsóknum og úthlutar styrkjum samkvæmt reglumþessum tvisvar sinnum á ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum 1. apríl og 1. október ár hvert og úthlutar styrkjum eftir umsóknum og samkvæmt reglum þessum.

3. gr. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Umsókn skal fylgja eftirfarandi:a)Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu. b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar eða nýttar.

4. gr. Markaðsráð kindakjöts veitir umsagnir um allar þær umsóknir sem sjóðnum berast og ákvarðar um úthlutun. Markaðsráð kindakjöts skal leggja faglegt mat á umsóknir um styrki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar-eða markaðsstarf. Meðmæli markaðsráðs er forsenda styrkveitingar.

5. gr. Áður en styrkur er greiddur skal umsækjandi staðfesta að fjármögnun verkefnisins í heild hafi verið tryggð.Heimilt er að greiða samþykktan styrk í hluta eða heild á undirbúningsstigi, þegar verkefni er sannarlega hafið eða þegar því er lokið samkvæmt ákvörðun Markaðsráðs kindakjötshverju sinni.

6. gr. Styrkþegi skal skila skýrslu um verkefnið til Markaðsráðs kindakjötseigi síðar en 6 mánuðum eftir að því lýkur. Í skýrslunni skal lagt mat á framgang verkefnisins og hverju það hafi skilað.

7. gr. Styrkveitingar til verkefna þar sem ekki tekst að uppfylla skilyrði þessara reglna um skýrsluskil og lok verkefnis innan 12 mánaða frá því að Markaðsráð kindakjötssamþykkir fyrirheit um styrk, falla niður. Markaðsráði er heimilt, vegna sérstakra aðstæðna, að veita frest til ráðstöfunar framlaga ánæsta ári eftir úthlutun, enda hafi borist formleg beiðni þess efnis frá styrkþega fyrir lok úthlutunarárs.Markaðsráði kindakjötser heimilt að krefjast endurgreiðslu á greiddum styrk, að hluta til eða í heild sinni ásamt kostnaði við innheimtu, ef verkefni sem veittur hefur verið styrkur fyrir er ekki unnið í samræmi við áætlanir.

8. gr.Markaðsráð kindakjöts skal taka saman árlega yfirlit um veitta styrki samkvæmt reglum þessum og skal það sent til Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda, Landssamtaka sláturleyfishafa og atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins.
Getum við bætt síðuna?