Fara í efni

Tvö laus störf hjá SSNE

Tvö laus störf hjá SSNE

SSNE leitar að tveimur einstaklingum til að ganga til liðs við teymið okkar en opnar stöður eru í boði á Húsavík annars vegar og í Ólafsfirði hins vegar.  
 
Mögnum Ráðningar sér um ráðningarferlið og eru stöðurnar auglýstar þar með upplýsingum um helstu hæfnikröfur og verkefni sem viðkomandi mun vinna að. 
 
 

Um SSNE
Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt til búsetu og atvinnu. SSNE skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.Hlutverk SSNE er að þjónusta sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði landshlutasamtakanna til að ná framangreindum markmiðum.

Umsóknarfrestur er til 2. júní 2021.  Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.

Getum við bætt síðuna?