Hugmyndaþorpið Norðurland er nú opið!
Hugmyndaþorpið Norðurland er nú opið!
Nú hefur verið opnað fyrir Hugmyndaþorpið Norðurland sem er hugmyndasamkeppni í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða. Þátttakendur nota Hugmyndaþorp sem er hannað af Austan mána til að koma með hagnýtar og frumlegar hugmyndir útaf frá viðfangsefninu. Fullvinnsla afurða er sameiginlegt markmið sóknaráætlanna landshlutasamtakanna á Norðurlandi, SSNE og SSNV. Hægt verður að taka þátt í Hugmyndaþorpinu á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur, til 2. júní kl. 12:30. Mun þá dómnefnd taka við hugmyndunum og kunngjörð nokkrum dögum seinna. Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum:
- Besta hugmyndin: Húsavíkurpakki. Ferð fyrir tvo í hvalaskoðun með Gentle Giants, gisting fyrir tvo á Cape hotel og gjafabréf á Veitingahúsið Sölku
- Vinsælasta hugmyndin: Aðgangur fyrir tvo í 1238 Battle of Iceland á Sauðárkróki
- Virkasti þátttakandinn: Gjafabréf á Retro Mathús á Hofsósi
Dómnefnd:
- Hildur Magnúsdóttir: Pure Natura - Framkvæmdastjóri
- Jón Garðar Steingrímsson: Genis - Framkvæmdastjóri framleiðslu
- Sveinn Margeirsson: Sveitarstjóri Skútustaðahrepps og verkefnastjóri Nýsköpun í norðri
Smellið hér til að taka þátt í keppninni.
Kynning á hugmyndasamkeppninni má nálgast hér: