Verkefnastjóri SSNE fjallar um nýsköpun á Norðurlandi í Föstudagsþætti N4
Verkefnastjóri SSNE fjallar um nýsköpun á Norðurlandi í Föstudagsþætti N4
Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 þann 26. nóvember sl. Þær ræddu við Odd Bjarna Þorkelsson, þáttastjórnanda Föstudagsþáttarins meðal annars um nýsköpun og grasrótarverkefni í landshlutanum.
Anna Lind fór yfir uppskeruhátíð nýafstaðins viðskiptahraðals, Vaxtarrýmis sem var haldinn á vegum Norðanáttar. Norðanátt eru fyrstu regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi sem byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af lausnamóti, vinnusmiðju, viðskiptahraðli og fjárfestamóti. Næsti liður í hringrásinni er fjárfestamót sem verður haldið á Siglufirði í vor. Að Norðanátt koma Eimur, landshlutasamtökin SSNE og SSNV, Nýsköpun í Norðri, Hraðið og RATA.
Arnheiður sagði frá nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar sem Markaðsstofa Norðurlands hlaut nýverið vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Horfðu á innslagið með Önnu Lind og Arnheiði hér fyrir neðan.