Fundur með sveitarstjórnafólki um áhersluverkefni SSNE 2021
Fundur með sveitarstjórnafólki um áhersluverkefni SSNE 2021
Áhersluverkefni SSNE á yfirstandandi ári eru 11 talsins. Það eru verkefni sem ákveðið var að leggja sérstaka áherslu á til að efla landshlutann á þeim sviðum sem verkefnin taka til. SSNE boðaði til upplýsingarfjarfundar í lok nóvember, þar sem farið var yfir framgang og stöðu áhersluverkefna 2021 með sveitastjórnarfólki á Norðurlandi eystra. Fundurinn var vel sóttur og er aðgengilegur hér.
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri SSNE hóf kynningar á fundinum en þar kynnti hún Samgöngustefnu SSNE. Meginmarkmið þess verkefnis er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að unnt verði að forgangsraða þessum kostum kerfisbundið með hag almennings, atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga. RHA hefur gefið út skýrslu sem er jafnframt einn áfangi þessa verkefnis.
Þá fjallaði Elva einnig um nýsköpun á Norðurlandi eystra þar sem meginmarkmið áhersluverkefnisins er að efla og styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. SSNE hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum er varðar nýsköpun á Norðurlandi meðal annars með öðrum landshlutasamtökum, má þar nefna Norðanátt, Nýsköpunarvikuna og Hacking Norðurland.
Farið var yfir kynningarstefnu Norðurlands eystra þar sem gerð kynningarefnis um atvinnu- og mannlíf á svæðinu hefur verið unnið að samstafi við N4 miðil.
Perla Björk Egilsdóttir kynnti framgang og stöðu Velferðartæknimiðstöðvarinnar (Veltek) en hún er verkefnastjóri velferðaklasans. Perla fór yfir starfsemi og markmið klasans og kynnti aðgerðaáætlun. Meginmarkmið klasans er að safna saman og miðla þekkingu í velferðar- og heilbrigðismálum til stofnana og sveitarfélaga á svæðinu. Sömuleiðis að skapa tækifæri og stuðla að þróun með því að leiða saman hagaðila og bæta þjónustu og aðgengi notanda að heilbrigðis- og velferðaþjónustu óháð búsetu.
Upptakturinn er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna með það meginmarkmið að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja ungmenni til að semja eigin tónlist, aðstoða ungmenni við að fullvinna tónsköpun sína, gefa ungmennum tækifæri til að upplifa eigin tónlist flutta af fagfólki í Hofi og að ungmenni eignist hágæða upptöku af eigin tónsmíðum í flutningi fagfólks. Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri SSNE fór yfir Upptaktinn sem haldinn var sl. sumar.
Þá fór Hildur einnig yfir Safnastefnu landshlutans þar sem meginmarkmið er að efla safnastarf í landshlutanum og samvinnu safna á milli. Unnin hefur verið fýsileikakönnun og er beðið eftir menningarstefnu stjórnvalda fyrir áframhaldandi framgang verkefnisins.
Kristrún Lind Birgisdóttir fór yfir áhersluverkefnið Ásgarður - skóli í skýjum, en hún er jafnframt stofnandi verkefnisins. Verkefninu er ætlað að þróa starfshætti í skýjunum í byggðarlegu sjónarmiði, þ.e.a.s finna leiðir til að styrkja skóla í dreifðari byggðum landsins og bjóða uppá valgreinar þvert á skóla.
Embla Eir oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands kynnti áhersluverkefnið um Norðurslóðamiðstöð. Hún fór yfir kynningarverkefni sem Norðurslóðarnetið stendur fyrir, samstarfsverkefni og málstofur. Þá fór hún yfir kortlagningu um tækifæri NA-lands í norðurslóðasamstarfi, stöðu og stefna Íslands, helstu atriði utan Íslands, efnahagsleg tækifæri, rannsóknir og tillögur.
Ragnar Hólm kynnti framgang og stöðu verkefnisins Listnám á Háskólastigi og talaði um mikilvægi þess að hafa framhaldsnám í listgreinum. Meginmarkmið verkefnisins er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista. Starfshópur hefur verið skipaður og samstarf myndast í kjölfar milli Listaháskólans og Háskólans á Akureyri um nám í listkennslu. Þá hefur verið gerð fýsileikakönnun um áhuga að stunda listnám á háskólastigi út á landi. Þá er málþing á plani um möguleika og því sem framundan væri á þessu sviði.
Eyþór Björnsson fór yfir umhverfismál á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að ná yfirsýn í umhverfismálum, skapa vettvang samvinnu og móta aðgerðaáætlun í málaflokknum. Stofnuð hefur verið umhverfisnefnd, endurskoðað hefur verið markmið og mælikvarða umhverfismála í Sóknaráætlun og komið hefur á tengslum við helstu stofnanir. Mikið hefur unnið á sviði fræðslumála, meðal annars með fundum varðandi líforkuver, úrgangsmál og svæðisáætlanir. Vinnustofur hafa verið haldnar varðandi loftlagsstefnur, verkfærakistu sambandsins og samvinnu, auk þess hefur verið haldinn opinn fundur með almenning og hagaðilum varðandi framtíð plastsins. Komið hefur verið upp undirsíðu á heimasíðu SSNE með gagnlegu efni og tenglum og hefur mikil aukning verið á fréttum og umfjöllun á vefsíðu SSNE varðandi umhverfismál.
Þorvaldur Lúðvík fór yfir stöðuna um beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll, en þar ræddi hann meðal annars verkefnið út frá markaðsrannsóknum MMR, Gallup og RHA og fór yfir niðurstöður vinnuhóps. Samkvæmt rannsóknum er mikill áhugi á ferðalögum inn í 2022 og 2023, framboð um Akureyrarflugvöll myndi auka ferðatíðni og er fjárhagslegur ávinningur metinn verulegur. Verið er að vinna lokavinnu á því að mynda hlutahafahópinn sem verður í upphafi.
Það er ljóst að mikill metnaður er lagður í öll þessi verkefni. Verkefni sem valin eru, eru til hagsbótar fyrir allann landshlutann og er mikið verðmæti er í samstarfi við hagaðila á svæðinu og þvert á svæði.