Fara í efni

Leiðtogahæfni, fagmennska og styrkur kvenna á vinnumarkaði

Leiðtogahæfni, fagmennska og styrkur kvenna á vinnumarkaði

Þann 11. maí sl. var kynning í Hofi á alþjóðlegu verkefni sem nefnist Women Making Waves eða Konur gára vatnið í Hofi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Evrópsku menntaáætluninni, Erasmus+.  Samstarfsaðilar verkefnisins eru Byggðastofnun og Jafnréttisstofa á Íslandi ásamt fleiri aðilum á Englandi, Grikklandi og Spáni. Markmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að hvetja til umræðu um kynjamisrétti á vinnumarkaði og hins vegar að þróa námsefni sem miðar að því að valdefla konur svo þær séu betur í stakk búnar til þess að taka sér stöðu á vinnumarkaði.

Verkefnið hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og er sjónum einkum beint að konum sem búa við tvíþætta mismunun.  Lögð er áhersla á fræðslu og þjálfun en hægt er að sækja námskeið í fjarnámi sem eru í 5 hlutum:

  1. Einstaklingsþroski
  2. Kynjajafnrétti - ryðjum hindrunum úr vegi
  3. Taktu af skarið og gríptu til aðgerða
  4. Leiðtogahæfileikar
  5. Leiðsögn og myndun jákvæðra tengslaneta 

Hægt er að fá ótakmarkaðan aðgang að námskeiðunum án endurgjalds með því að smella hér

SSNE hefur boðið upp á svipuð rafræn námskeið fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggðinni sem nefnast Hæfnihringir og byggir á sömu hugmyndafræði og "The Leader Circles" sem einnig var stuðst við í þessu verkefni.  Var þessi upprifjun og samantekt Byggðastofnunar og Jafnréttisstofu gagnleg í áframhaldandi þróun á þeim verkefnum og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við valdeflingu kvenna á landsbyggðinni.  

Áhugasömum er bent á heimasíðu verkefnisins https://womenmakingwaves.eu/

Getum við bætt síðuna?