Ný starfsstöð stofnana opnuð á Skútustöðum
Ný starfsstöð stofnana opnuð á Skútustöðum
31. maí síðastliðin opnaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý) á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Húsið sem heitir Gígur á einnig að hýsa sameiginlega gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit, þar sem verður að finna upplýsingar og sýningu um þjóðgarðinn og verndarsvæði Mývatns og Laxár. Þá mun Gígur hýsa rannsóknarsetur á sviði hugvísinda í sameinuðu sveitarfélagi Suður-Þingeyjarsýslu.
Skútustaðahreppur hefur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur. Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfsaðstöðu fyrir opinber störf óháð staðsetningu, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila. Frétt stjórnarráðsins
Það er ánægjulegt að stöðum fyrir störf óháð staðsetningu er að fjölga og öflugir kjarnar sem þessi eru að byggjast upp. Gígur mun bætast í hóp um 30 staða á Norðurlandi eystra sem bjóða uppá slíka aðstöðu.
Hægt er að nálgast upplýsingar um „Húsnæð fyrir störf óháð staðsettningu“ á vef Bygðastofnunar.