Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Húsavíkurkirkja hlaut 6,3 milljónir í styrk. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Húsfriðunarsjóður úthlutar 49 milljónum til verkefna á Norðurlandi eystra

Minjastofnun Íslands tilkynnti nýverið að úthlutað hefur verið styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar. Styrkir úr sjóðnum eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur nr. 577/2016.

Um 2,7 milljörðum úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Fjölbreytt verkefni styrkt í Grímsey

Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna sem sóttu um stuðning til sjóðsins. Að þessu sinni var um að ræða tvöfalda fjárhæð til úthlutunar, þ.e. fyrir úthlutunarárin 2021 og 2022. Heildarkostnaður við verkefnin er um 55.5 milljónir króna, en sótt var um styrki að upphæð alls 23.3 m.kr. Þetta er síðasta úthlutun úr sjóðnum í verkefninu GLG, en verkefninu lýkur í lok árs 2022.

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Lagt er upp með þá hugmynd að koma á nánara samstarfi á milli Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að byggja upp listnám á háskólastigi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er eitt af áhersluverkefnum SSNE 2021 þar sem meginmarkmið þess er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista.

Dagskrá fundar vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða verður haldinn 31. mars 2022 í Háskólanum á Akureyri og í fjarfundi.

Ársþing SSNE 2022

Fyrsta staðarþing SSNE verður haldið á Húsavík dagana 8. og 9. apríl næstkomandi.

Opnir súpufundir á Tröllaskaga um starfsemi SSNE

Anna Lind og Hildur verkefnastjórar atvinnuþróunar, menningar og nýsköpunar hjá SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu.
Ljósmynd: Golli (af vef Stjórnarráðsins)

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta fyrir árið 2022

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fund vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða verður haldinn 31. mars 2022 í Háskólanum á Akureyri og í fjarfundi. Skráning er hafin!

Framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Upptaka frá fundi

Þriðjudaginn 1. mars sl. héldu KPMG fundi í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, á Akureyri og í Varmahlíð.
Getum við bætt síðuna?