
Ársþing SSNE hefst í dag
Ársþing SSNE fer fram á Siglufirði í dag og á morgun, í Bláa húsinu. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og er skipað fulltrúum aðildarsveitarfélaganna. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Auk hefðbundinna þingstarfa mun innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarpa þingið, auk Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
14.04.2023