Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

SSNE leitar að framkvæmdastjóra

Um er að ræða spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2022. Ráðið er í starfið til fimm ára í senn.

Styrkir til menntunar og menningar

SSNE og Rannís bjóða upp á kynningu á tækifærum sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB og Nordplus svo eitthvað sé nefnt.

Næsta lota í Fræ og Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 2. maí nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Upptaka vinnustofu

Mánudaginn 25. apríl síðastliðinn bauð SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga til þriggja tíma rafræns fundar og vinnustofu. Viðfangsefnið var framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Upptöku af fundi má finna h
Fiðringur verður í Menningarhúsinu Hofi þann 5. maí nk.

Ávarp samtímans í beinni

Við á Norðurlandi eystra erum lánsöm með framtakssamt fólk sem er annt um samfélagið og gefur sér tíma til að hlúa að þeim sem munu sjá um okkur og samfélagið í framtíðinni. Hún María Pálsdóttir er frumkvöðull sem hefur ýtt úr vör Fiðringi. Verkefnið snýst um það að innleiða í fyrsta sinn hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi í anda Skrekks á höfuðborgarsvæðinu og Skjálftans á Suðurlandi. Stefnt er að því að Fiðringur verði árviss hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi eystra en fyrsta árið eru það grunnskólar á Akureyri og nærsveitum sem taka þátt og módelið prófað meðal annars með það að markmiði að þróa og undirbúa Fiðring 2023 með þátttöku tækifærum allra grunnskóla á svæðinu.
Ljósmynd: Auðunn Níelsson

Upptakturinn - Kröftug fræ og ellefu ný tónverk

Velheppnaðir tónleikar Upptaktsins, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, fóru fram í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 24. apríl. Þar voru ellefu verk 13 ungra tónskálda á aldrinum 11-15 ára frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit og Hrísey flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum. Verkin ellefu voru valin úr innsendum tónlistarhugmyndum, en börn í 5. -10. bekk í skólum á Norðurlandi eystra gátu tekið þátt í verkefninu. Verkin í ár voru afar fjölbreytt, en þar mátti heyra nýklassísk verk, popp-,rokk-, söngleikja-, jazz- og tölvuleikjalag. Lokapunktur Upptaktsins er svo þegar lögin ellefu verða gefin út á Youtube.

Sól rís í Grímsey - Styrktartónleikar

Styrktartónleikar fyrir nýja kirkju í Grímsey verða haldnir í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. apríl, kl. 20:00
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið óskar eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í könnuninni til og með 6. maí nk.

Tónleikar Upptaktsins í Hofi

Nú hafa 14 unghöfundar unnið með listafólki að útsetningu laganna 11 sem komust áfram í ár. Afrakstur vinnunnar má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins á tónleika UPPTAKTSINS í Hamraborg í Hofi nk. sunnudaginn 24. apríl kl. 17 þegar þau verða flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Um 60 milljónir til verkefna á Norðurlandi eystra

Innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 milljónum króna til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 24 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 816 m.kr. fyrir árin 2022-2026.
Getum við bætt síðuna?