Fara í efni

Ársþing SSNE hefst í dag

Ársþing SSNE hefst í dag

Ársþing SSNE fer fram á Siglufirði í dag og á morgun, í Bláa húsinu. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og er skipað fulltrúum aðildarsveitarfélaganna. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum.

Auk hefðbundinna þingstarfa mun innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarpa þingið, auk Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hér má lesa árskýrslu 2022 og hér á eftir má sjá dagskrá þingsins:

Föstudagur 14. apríl

11:00 Mæting og skráning
11.30 Léttur hádegisverður

Dagskrá þingsins:

12:30 Þingsetning - Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE.
Kosning fundarstjóra, ritara og nefnda.
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
Skýrsla framkvæmdastjóra.
Ársreikningur 2022 og skýrsla endurskoðanda.
Fjárhagsáætlun 2023 og 2024

13:10 Tillögur og ályktanir frá stjórn og þingfulltrúum
Kosning endurskoðanda.
Tillaga um breytingar á samþykktum.
Aðrar tillögur stjórnar
Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur málefni sem eru löglega upp borin.
Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

14:40 Kaffihlé

15:00 Ávörp gesta
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Njáll Trausti Friðbertsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

16:00 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri

17:00 Þinghlé

18:00 Fordrykkur í boði Fjallabyggðar á Segli 67
Kynning á starfseminni og fordrykkur

19.00 Kvöldverður á Rauðku

Laugardagur 15. apríl

09:00 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
Smári J. Lúðvíksson, verkefnastjóri

09:30 Markaðsstofa Norðurlands
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri

10:00 Kynning á Hátindi 60 + Fjallabyggð
Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar

10:30 Lærum af hvort öðru – samtal á borðum

11:30 Önnur mál

12:00 Þingi slitið

Getum við bætt síðuna?