Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ráðgjafar SSNE leiðbeina kvenfrumkvöðlum sem taka þátt í viðskiptahraðli HÍ - AWE

Tveir ráðgjafar SSNE, þær Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Arna Björg Bjarnadóttir tóku að sér hlutverk leiðbeinanda (e. mentor) þegar 50 kvenfrumkvöðlar komu saman í Háskólanum á Akureyri.

Maturinn, jörðin og við - Ráðstefna

Á ráðstefnunni sem haldin er af félaginu Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samband sunnlenskra sveitarfélaga, verður fjallað um tækifæri og áskoranir innan innlendrar matvælaframleiðslu.
Ljósmynd: Jón Steinar

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Samtaka um hringrásarhagkerfið – upphafsfundur

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til upphafsfundar átaksins ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið“ á Teams þann 16. mars nk. kl. 10:00-12:00.

Störf án staðsetningar - tvær lausar stöður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og láta staðsetningu ekki stoppa sig í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu.

Óskað eftir tilnefningum til Landstólpans 2022

Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna

Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum

Næsti umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menningarhluta Creative Europe er 5. maí nk.

Brot af því besta frá febrúarmánuði - Fréttabréf SSNE

Tölublaðið er að vanda stútfullt af góðu efni er varðar landshlutann allann. Meðal frétta í þessu 24. tölublaði er

Samið um markaðssetningu Norðurlands í tengslum við Akureyrarflugvöll

Markaðsstofa Norðurlands fær 20 milljónir til að markaðssetja Norðurland en nú þegar millilandaflug hefst á ný um völlinn er ekki vanþörf á að kynna landshlutann vel.

Hvernig hefur Loftbrú reynst?

Landshlutasamtökin utan höfuðborgarsvæðisins eru að vinna könnun og í kjölfarið skýrslu um Loftbrúna. Loftbrúin er úrræði stjórnvalda til að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að miðlægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu með því að veita 40% afslátt af flugfargjöldum til Reykjavíkur en allt að 6 flugleggir eru í boði fyrir hvern einstakling sem á heima innan skilgreinds svæðis.
Getum við bætt síðuna?