Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.
Í hugleiðingum verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar segir meðal annars:
"Atvinnuuppbygging er forsenda góðs mannlífs og það er augljóst að gera þarf betur í þeim efnum. Uppbygging ferðaþjónustu er ótvíræður valkostur, enda er ferðaþjónustan ein af grunnstoðum atvinnulífsins víða annars staðar á landinu. Með beinu millilandaflugi til Egilsstaða og Akureyrar, vegbótum og fjölgun ferðamannastaða innan Langanesbyggðar og í nágrannasveitarfélögum, skapast jarðvegur þar sem norðausturhornið kemst á kortið fyrir alvöru sem áfangastaður fyrir ferðamenn. Til þess að svo megi verða þarf þó að koma saman aukin fjölbreytni í afþreyingu, þróun vörumerkja og betri skilgreining á sérstöðu svæðisins. Þessar áskoranir þarf að leysa í stærra samhengi, ásamt því að styðja áfram við viðleitni íbúa og annarra áhugasamra aðila til að taka þátt í að byggja upp þjónustu og innviði á Bakkafirði.
Jákvæður viðsnúningur byggðarinnar við Bakkaflóa er sannarlega raunhæfur, með áframhaldandi samhentu átaki íbúa, sveitarfélags og ríkis – og með aukinni fjölbreytni í vaxtarmöguleikum landshlutans."
Skýrsluna er hægt að nálgast hér.