Aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll
Aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar. Búið er að opna fyrir bókanir á þessum flugleiðum á vef easyJet.
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fá inn beint millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði, í verkefninu Nature Direct í samvinnu Íslandsstofu, Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar. Sú samvinna og slagkraftur á þátt í því að easyJet hefur nú ákveðið að fljúga til Akureyrar frá tveimur flugvöllum í Bretlandi næsta vetur. Jafnframt er í Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 eitt af megin markmiðum atvinnu- og nýsköpunar að koma á reglubundnu millilandaflugi til Norðurlands eystra. Aukið flug easyJet færir okkur sannarlega nær því markmiði.
Nánari upplýsingar má finna í frétt Markaðsstofu Norðurlands.