Fara í efni

Úthlutað úr Matvælasjóði

Úthlutað úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins.

„Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.

Með úthlutun ársins í ár birtir Matvælasjóður einnig skiptingu umsókna og styrkja niður á landshluta. Þar kemur fram á 11% umsókna og 9% styrkja koma til Norðurlands eystra.

Nánari upplýsingar um úthlutun sjóðsins má finna hér.

Getum við bætt síðuna?