Nýsköpunarvefurinn skapa.is
Nýsköpunarvefurinn skapa.is
Nýlega fór í loftið nýr vefur þar sem teknar eru saman helstu upplýsingar fyrir frumkvöðla og yfirliti yfir stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, allt á einum stað - skapa.is
Skapa.is sem fór upprunalega í loftið 2023 hefur fengið stærra hlutverk með stuðningi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Á vefnum er meðal annars fjallað um nýsköpunarumhverfið á landsbyggðunum, þar má jafnframt finna greinargóðar upplýsingar um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, nýsköpunar- og viðskiptahraðla, klasa og setur.
Hvetjum öll til að kynna sér skapa.is