Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum breytt framtíð heimsins?
Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum breytt framtíð heimsins?
Dagana 20. – 21. ágúst fór fram vinnustofan Tunglskotin heim í hérað. Um var að ræða vinnustofu fyrir þátttakendur í nýsköpunarumhverfi landsbyggðanna og var hún haldin í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi.
Vinnustofan er hluti af verkefni sem hlaut styrk úr Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana 2020 á vegum Rannís. Verkefnið ber yfirskriftina „Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum“. Vinnustofunni var ætlað að opna á samtal milli þeirra aðila sem koma að nýsköpun í dreifðum byggðum, þ.e. stuðningsumhverfisins - opinberra jafnt sem einkaaðila, frumkvöðla, rannsakenda og uppfræðara. Alls komu saman 26 einstaklingar með mikla þekkingu, reynslu og visku. Silja og Anna Lind, verkefnastjórar, fóru á vinnustofuna fyrir hönd SSNE.
Markmið vinnustofunnar var að finna leiðir til að styðja við vistkerfi nýsköpunar um allt land og greina stoðkerfið. Öll erum við þátttakendur í að skapa þetta vistkerfi og við skoðum, skilgreinum og tölum saman um (ný) sköpun í vistkerfinu sjálfu.
- Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum verið valkostur við borgir?
- Hvernig mun nýsköpun breyta framtíð íslenskra landsbyggða?
- Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum breytt framtíð heimsins?
Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós þrjú þemu, að efla frumkvöðla frá unga aldri, styrkja ímynd samfélags inn á við og efling stoðkerfisins. Niðurstöðurnar voru teknar teknar upp í viðtalsformi sem verður birt á næstunni.