Fara í efni

Sendiherra Evrópusambandsins í heimsókn hjá SSNE

Sendiherra Evrópusambandsins í heimsókn hjá SSNE

SSNE tók á móti sendinefnd Evrópusambandsins í dag, Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ásamt Klemens Þrastarsyni upplýsingafulltrúa sendinefndar. Þau fengu stutta kynningu á starfi og verkefnum SSNE sem hafa verið mjög fjölbreytt frá stofnun. Einnig voru möguleikar svæðisins ræddir t.d. sem ákjósanlegur búsetukostur fyrir íbúa Evrópusambandsins og til fjárfestinga.

Á myndinni eru Klemens Þrastarson, Elva Gunnlaugsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Lucie Samcová-Hall Allen.

 

Getum við bætt síðuna?