Fara í efni

Farið um víðan völl - Að norðan

Farið um víðan völl - Að norðan

N4 hefur um árabil verið í samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Árið 2020 bættust Vestfirðir við og í ár var gerður samningur hér á Norðurlandi eystra um að verkefnið Að norðan yrði eitt af áhersluverkefni SSNE árið 2021.

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 sagði í samtali við SSNE fyrr á árinu að afar mikilvægt að raddir landsbyggðanna heyrist og sjáist en markmið þessa áhersluverkefnis er að auka enn frekar umfjöllun um atvinnu- og mannlíf á Norðurlandi eystra, auka upplýsingagjöf og búa til markaðsefni. Eins og mörgum er kunnugt er þátturinn Að norðan sýndur á N4 og hægt að horfa á miðlum N4, bæði í sjónvarpi og á netinu.

Í þáttunum er farið um víðan völl hér á Norðurlandi eystra, kynnt fjölbreytt tækifæri í landshlutanum meðal annars í atvinnurekstri og greint frá afar áhugaverðum verkefnum – nýjum sem gömlum sem tengjast til að mynda nýsköpun, þ.á.m. Hacking Norðurland og Ullarþon nýsköpunarverkefni sem fóru fram fyrr á árinu og Nýsköpunarmiðstöð á Húsavík sem mun opna síðar í haust. Sömuleiðis hafa þættirnir Að norðan greint frá uppbyggingu svæðisins og gefið svip á landshlutann sem ákjósanlegan búsetukost með skemmtilegu myndefni, viðtölum, fréttum og upplýsingum. 

Hér er hægt að nálgast þættina Að norðan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?