Fara í efni

Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur í Hofi 9. apríl

Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur í Hofi 9. apríl

Ný stefna og aðgerðaáætlun

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að endurskoða stefnuna um Saman gegn sóun. Af því tilefni verður boðað til opinna funda fyrir fólk og fyrirtæki vítt og breytt um landið. Þá gefst tækifæri til að horfa til baka, meta árangur og móta nýja framtíðarsýn. Auk nýrrar stefnu ber Umhverfisstofnun að leggja fram drög að aðgerðaáætlun og móta aðgerðir sem eru til þess fallnar að draga úr sóun, flýta innleiðingu hringrásarhagkerfis hér á landi og auka þar með velsæld fólks og fyrirtækja í landinu.


Samtal við fólk og fyrirtæki

Saman gegn sóun leggur áherslu á að almenningur, fyrirtæki og stofnanir um land allt hafi tækifæri til að hafa áhrif á nýju stefnuna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þess vegna verða haldnir opnir fundir á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Þar gefst áhugasömum færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum. Nánari upplýsingar um fundaröðina og skráningu má finna hér.  Fyrsti fundurinn verður í Hofi 9. apríl. Frítt verður inn á fundinn og léttar veitingar – fundinum verður einnig streymt.

Hér er viðburðurinn á Facebook
Skráning er nauðsynleg - sjá hér

Á fundinum verður meðal annars farið yfir eftirfarandi

• Hvernig komum við í veg fyrir að verðmæti verði að rusli?
• Hvernig nýtum við hluti, efni og auðlindir betur og lengur?
• Hvernig getur fjármagn og regluverk hjálpað fyrirtækjum í átt að minni sóun?
• Hvaða ávinning hefur þetta allt saman í för með sér fyrir fyrirtæki og fólk?
 

FYRIR HVER?

  • Öll!
  • Starfsfólk fyrirtækja
  • Starfsfólk sveitarfélaga og stofnana
  • Nemendur
  • Fólk í listum og hönnun
  • Almenning

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ MÆTA?

  • Tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnu stjórnvalda og koma sjónarmiðum þínum eða þíns vinnustaðar á framfæri
  • Fræðsla um hringrásarhagkerfið
  • Innblástur frá fyrirtækjum á svæðinu
  • Tækifæri til að spyrja sérfræðinga spurninga
  • Tækifæri til að ræða við fólk og fyrirtæki af svæðinu um þessi mál

DAGSKRÁ

  • Starfsfólk Saman gegn sóun hjá Umhverfisstofnun segir frá verkefninu: Hver er staðan á Íslandi? Hvaða tækifæri eru til að gera enn betur?
    • Tækifærin í deilihagkerfinu - Hrönn Björgvinsdóttir frá Amtsbókasafninu á Akureyri
    • Að halda samkeppnisforskoti á alþjóðamörkuðum í 40 ár á forsendum umhverfisins - Arnar Snorrason frá Sæplast
    • Samtal um aðgerðir

Nánari dagskrá auglýst á næstu dögum!

Getum við bætt síðuna?