MIPIM fjárfestaráðstefna í Cannes
MIPIM fjárfestaráðstefna í Cannes
SSNE tók í fyrsta sinn þátt í fjárfestaráðstefnunni MIPIM sem haldin er árlega í Cannes, en þar koma saman fjárfestar víðsvegar að úr heiminum ásamt borgum, sveitarfélögum og öðrum sem kynntu ýmiskonar fjárfestingartækifæri. SSNE ásamt hinum landshlutasamtökunum fór með Íslandsstofu á MIPIM undir merkjum Business Iceland.
Heimsóknin til Cannes er tengd áherslurverkefni Sóknaráætlunar um auknar fjárfestingar í landshlutanum, en nú þegar hafa Langanesbyggð, Þingeyjarsveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð ákveðið að taka þátt í verkefninu. Önnur sveitarfélög geta haft samband við verkefnastjóra verkefnsins Díönu og Önnu Lind diana@ssne.is og annalind@ssne.is til að óska eftir þátttöku.
Þá fóru landshlutasamtökin, Íslandsstofa, sendiherra Íslands í Frakklandi og Eliza Reid forsetafrú fóru í heimsókn í frönsku tæknigarðana Sophia Antipolis rétt fyrir utan Cannes.
Sophia Antipolis eru næststæstu tæknigarðar í heimi, aðeins Silocon Valley í Bandaríkjunum eru stærri.
Sophia var stofnað árið 1969 af Pierre Laffitte sem vildi koma á fót vísinda og tæknigarði sem væri tenging milli menntakerfisins og iðnaðar. Í dag eru starfandi 2500 fyrirtæki með 43.000 starfsmenn og 5.500 nemendur.
Lesa má meira um Sophia Antipolis hér: https://www.sophia-antipolis.fr/