Hátíð hugmynda og fjárfesta
Hátíð hugmynda og fjárfesta
Fjárfestahátíð Norðanáttar verður haldin í þriða sinn eftir frábærar undirtektir fjárfesta og annarra lykilaðila í vistkerfi nýsköpunar víðsvegar af landinu. Hátíðin er vettvangur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem leita eftir fjármagni og eru tilbúin að fá fjárfesta að borðinu.
Þá er markmið hátíðarinnar einnig að draga fram tækifæri til uppbyggingar á atvinnuvegum og efla nýsköpun í kringum auðlindir landsbyggðanna, en þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðarsamvinnu.
Dagskráin er stútfull af spennandi viðfangsefnum líðandi stundar.
Til dæmis hvernig og hversu vel staðtengd starfsemi spinnst saman við hnattræna hugsun.
- Eru sveitarfélögin tilbúin að takast á við ný tækifæri?
- Eru skipulagsmál klár fyrir hugmyndasmiði og fjárfesta?
- Hvernig eru sveitarfélög búin til að nýta græna orku til atvinnuuppbyggingar í sátt við samfélög?
Hvernig konur hafa hingað til synt á móti straumnum í heimi fjárfestinga.
- Hvaða breytingar hafa orðið þar á?
- Er þeim boðið upp í dans?
- Mega þær stíga hvaða spor sem er?
- Er íslenska síldarstúlkan í raun fyrsti englafjárfestir landsins?
Ljóst er að innblástur og pallborðsumræður verða líflegar með þessum góða hópi fólks í pontu.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
Arne Vagn Olsen, Lífeyrissjóði verzlunarmanna
Daði Valdimarsson, Rotovia
Haraldur Hallgrímsson, Landsvirkjun
Hekla Arnardóttir, Crowberry Capital
Katrín Sigurjónsdóttir, Norðurþingi
Pétur Arason, Húnabyggð
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Nordic Ignite
Sigríður V. Vigfúsdóttir, Primex
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Alda
Hér eru þau níu verkefni sem valin hafa verið til þátttöku, öll snerta þau orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir. Í stafrófsröð:
Aurora Abalone - The future solution for on-land sustainable shellfish production (Suðurnes)
Circula/Recoma - Recoma gefur sorpi nýtt líf (Suðurland)
FoodSmart Nordic- FoodSmart Nordic framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Fersk hráefnin koma úr nærumhverfi sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. (N-vestra)
Humble - Minnkaðu matarsóun með humble! (Höfuðborgarsvæði og Sandgerði)
Munasafn - We provide infrastructure for municipalities and communities to manage and share items. (Höfuðborgarsvæði)
Nanna Lín - Nanna Lín varan er leður úr laxaroði í metravís, roðið er brotið niður og endurmótað í breiður áður en það er sútað yfir í leður. (N-eystra)
Olavsdottir av Görðum
Surova - Making tech to grow veggies that are good for you and for the planet. (Höfuðborgarsvæði)
Skógarafurðir - Stækkun vinnslustöðvar fyrir umhverfisvænar íslenskar viðarafurðir (Austurland)
Að verkefninu Norðanátt standa EIMUR og landshlutasamtökin á Norðurlandi SSNE og SSNV með stuðningi frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu. Að hátíðinni kemur jafnframt Hraðið, miðstöð nýsköpunar á Húsavík.
Styrktaraðilar Fjárfestahátíðarinnar 2024 eru Tækniþróunarsjóður, KPMG, Nýsköpunarsjóður og KEA.
Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024
Hefur þú áhuga á að vita meira ? Sendu póst á nordanatt@nordanatt.is eða líttu við á Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði — Norðanátt (nordanatt.is)