Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

START UP STORMUR HEFST Í HAUST

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Starfshópurinn ásamt sveitarstjórnarfulltrúum við Font, Langanesi. (Mynd/GMG).

Borgarafundur á Þórshöfn

Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sótti Langanesbyggð heim og fundaði með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Starfshópnum er falið það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála á Langanesi, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.
Myndir tók Hilma Steinarsdóttir.

Velheppnuð tónleikaröð á Langanesströnd

Menningararfi Langanesstrandar var svo sannarlega gert hátt undir höfði þetta síðsumar með fimm kvölda tónleikaröð sem bar nafnið 'Stofutónleikar á Bjarmalandi'. Tilgangur verkefnisins, að sögn Bakkfirðingsins Hilmu Steinarsdóttur, var að eiga saman notalega stund og hlusta á falleg lög og túlkun á kvæðum Kristjáns frá Djúpalæk, minnast hans og fólksins sem bjó á Djúpalæk og á Bjarmalandi, og vekja athygli á þessu svæði, Langanesströnd við Bakkafjörð. Bjarmaland stendur við hliðina á Djúpalæk á Langanesströnd, þar sem Kristján fæddist og ólst upp, bærinn sem hann kenndi sig við alla tíð. Stórfjölskylda Kristjáns á þarna afdrap enn í dag og óhætt að segja að andi hans hafi verið með þeim tónleikagestum sem lögðu leið sína í gömlu stofuna á Bjarmalandi. Tónlistarfólkið Kristín og Jonni fluttu frumsamin lög við valin kvæði Kristjáns, af stakri virðingu fyrir verkum hans og þeim tilfinningum og þeirri mannúð sem fram kemur í kvæðunum. Að sögn skipuleggjenda mættu yfir hundrað gestir í það heila og kom fólk alls staðar að úr landshlutanum til að minnast skáldsins með þessum hætti. Að tónleikum loknum bauð Hilma gestum upp á kaffi og með því að íslenskum sveitasið. Verkefnið hlaut styrk frá Betri Bakkafirði og verður vonandi framhald á í einhverri mynd, enda af nógu að taka þegar kemur að skáldum og þeim ljóðarfi sem á rætur sínar í svæðið.

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra – ætlar þitt sveitarfélag að vera með?

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar er verkefnið Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra, sem hefur það markmið að laða að fjárfestingar í landshlutann og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum í sem flestum sveitarfélögum á svæðinu.

Málþing um orkuskipti og sveitarfélög

Íslensk nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Vestfjarðastofa standa fyrir sameiginlegum viðburði þann 29. ágúst n.k. kl. 13:00.

Mikil slagsíða á úthlutunum úr Landsáætlun

Um 908 milljónum króna verður úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á þessu ári, þar af aðeins 8% til Norðurlands eystra.
Mynd fengin af vef Landshelgisgæslu Ísland

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum frá Akureyri

Þyrlan sem staðsett er á Akureyri hefur sinnt fimm útköllum yfir helgina, nokkur vegna alvarlegra slysa.

Beint frá býli dagurinn: Afmælishátíð í Holtseli

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17. Á Norðurlandi eystra verður viðburðurinn haldinn í Holtseli í Eyjafirði.

Skrifstofur SSNE loka vegna sumarleyfa

Skrifstofur SSNE verða lokaðar síðustu tvær vikurnar fyrir Verslunarmannahelgi.

SSNE býður starfsfólki sínu samgöngusamning

Starfsfólki SSNE býðst nú að skrifa undir samgöngusamning og vera þannig umbunað fyrir að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Ferðalög starfsmanna eru með stærstu losunarþáttum flestra vinnustaða, þ.m.t. hjá okkur á SSNE. Það er til mikils að vinna að draga úr þeirri losun og gerð samgöngusamninga er frábært tæki til þess.
Getum við bætt síðuna?