Fjárfestar, grænar lausnir og sjálfbærni á MIPIM 2024
Fjárfestar, grænar lausnir og sjálfbærni á MIPIM 2024
Sveitarfélögin á Norðurlandi eystra búa yfir miklum auðlindum og tækifærum. En hverjar eru þarfirnar og óskirnir varðandi uppbyggingu og fjárfestingar? Síðustu vikur hafa verkefnastjórar SSNE farið um landshlutann og haldið vinnustofur fyrir og með starfsfólki þeirra og kjörnum fulltrúum. Markmið verkefnisins er að greina þarfir og óskir og í framhaldinu undirbúa farveg svo hægt sé að laða að fjárfestingar og fjárfesta í takt við þarfir og vilja sveitarfélaganna og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum. Lesa má nánar um verkefnið hér og óska eftir þátttöku. Útfrá innviða- og þarfagreiningu er m.a. lykil upplýsingum um svæðið safnað saman á heimasíðuna Invest in Northeast Iceland sem er sérstaklega hugsuð fyrir erlenda fjárfesta.
Þessa vikuna er starfsfólk frá SSNE í för með Íslandsstofu á fjárfestahátíðinni MIPIM í Cannes að sækja sér þekkingu og kynna möguleg tækifæri fyrir fjárfestum. Í ár er áherslan á grænar lausnir og sjálfbærni. Hér má lesa nánar um þátttakendur og viðburði á MIPIM 2024.