Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ungmenni, starfsfólk ungmennaráða og SSNE á Ungmennaþingi 2024

Fréttir úr landshlutanum 2045: Fríar getnaðarvarnir og tíðarvörur

Einn af dagskrárliðum þingsins snéri að því að fá hugmyndir ungmenna inn í vinnslu á nýrri Sóknaráætlun, útfrá þeim flokkum sem starfshópur Sóknaráætlunar hefur lagt fram. Í stuttu máli eru þetta atriði sem ungmenni kalla eftir að verði klár á Norðurlandi eystra eftir 20 ár, ef ekki fyrr.

Veltek - framtíðartækifæri í heilbrigðis- og velferðartækni

Veltek, heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands, hélt árangursríkan fund miðvikudaginn 13. nóvember síðastliðinn undir yfirskriftinni „Hvar liggja tækifærin?“. Fundurinn var vel sóttur af hagaðilum klasans og gestum sem lögðu sitt af mörkum í uppbyggilegum umræðum um framtíð þjónustu og hugsanlega innleiðingu á heilbrigðis- og velferðarlausnum.

Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur

HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Í samstarfi við SSNE er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldin á Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu HMS. Skráning fyrir staðfund og streymi: https://forms.office.com/e/qXngkyPisg Dagskrá: Þróun íbúafjölda á Norðurlandi eystra – þróun borgarsvæðis Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur Jón Örn Gunnarsson og Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingar á húsnæðissviði HMS Byggjum í takt við þarfir Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Fundarstjóri: Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar Hlekk á facebook viðburð má finna hér: (1) Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á Norðausturlandi | Facebook

Áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Opið málþing miðvikudaginn 20. nóvember, öll velkomin.

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025.
Opið málþing 21. nóvember

Málþing um styrkjaumhverfi listasafna

Landshlutasamtök halda utan um uppbyggingarsjóði um land allt, en þeir hafa verið partur af styrkja- og starfsumhverfi íslenskra listasafna og listafólks, í takt við áherslur Sóknaráætlanna í hverjum landshluta fyrir sig. Fyrir hönd landshlutasamtaka mun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vera með erindi á málþinginu, sem er öllum opið.

Langanesbyggð sækir Finnland heim

Sveitarstjórn Langanesbyggðar ferðaðist til Norð-austurbotns Finnlands, til að kynna sér þróun vindorkuvera á þessum norðlægu slóðum og skoða hvaða áhrif sú uppbygging hefur haft á samfélög þar. Markmið fararinnar var að efla þekkingu og skilning á vindorku og framleiðslu rafeldsneytis og möguleikum þess.

Sjö nýsköpunarteymi á Norðurlandi klára viðskiptahraðalinn Startup Storm

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Hver er staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á Norðurlandi eystra?

Fundur um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur

HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.
Þorleifur Kr. Níelsson

Þorleifur ráðinn verkefnastjóri farsældar

Þorleifur Kr. Níelsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra farsældar hjá SSNE. Þorleifur kemur með víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu sem mun styrkja og efla starfsemi SSNE á sviði velferðar- og samfélagsmála.
Getum við bætt síðuna?