Opinn fundur um atvinnuþróun og fjármögnun 8. apríl
Opinn fundur um atvinnuþróun og fjármögnun 8. apríl
Dagana 8.–11. apríl standa Byggðastofnun og landshlutasamtökin fyrir opnum rafrænum fundum um atvinnuþróun og þá stuðningsmöguleika sem í boði eru vegna atvinnurekstrar og verkefna á landsbyggðinni.
Fundur fyrir Norðurland eystra fer fram þriðjudaginn 8. apríl kl. 12:00 á Teams. Þar verður farið yfir lánamöguleika Byggðastofnunar, styrki úr Byggðaáætlun og önnur úrræði sem ætlað er að styðja við atvinnulíf og byggðaþróun.
Að fundi loknum gefst þátttakendum kostur á að bóka einkafundi með atvinnuráðgjafa eða lánasérfræðingi Byggðastofnunar til að ræða hugmyndir, verkefni og tækifæri í nánara samtali.
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum – frumkvöðlum, rekstraraðilum, fulltrúum sveitarfélaga og öðrum sem vilja kynna sér stuðningsmöguleika og styrkja starfsemi í heimabyggð.
Hlekkur á fund hér