Fara í efni

Birna Dröfn Birgisdóttir flutti fyrirlestur fjögur í Forvitnir frumkvöðlar

Birna Dröfn Birgisdóttir flutti fyrirlestur fjögur í Forvitnir frumkvöðlar

Birna Dröfn Birgisdóttir flutti fyrirlestur fjögur í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar.

 

Á fyrirlestrinum fór hún inn á það hversu algengt það er að fólk finni auðveldustu lausnina við áskorunum, í stað þess að feta veginn að því að finna bestu lausnina. Þá fjallaði hún um hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapað verðmæti. Hún fór yfir algengar hindranir hvað varðar skapandi hugsun og hvernig hægt er að yfirstíga þær með markvissum aðferðum. Jafnframt fór hún inn á það hvernig gervigreindin getur ýtt undir sköpunargleði og aðstoðað okkur við að yfirstíga hindranirnar og þjálfað vöðvann á markvissann hátt.

 

Birna Dröfn veitti þátttakendum innblástur og markvissar æfingar til að æfa sköpunarvöðvann, enda brennur hún fyrir þessu málefni sem skein heldur betur í gegn á erindinu. Hægt er að hlusta á erindið hér 

 

Næstu hádegiserindi í röðinni ,,Forvitnir frumkvöðlar" eru:

6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform

Við höldum svo áfram í september með fleiri spennandi fyrirlestra.

 

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
- Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar

Landshlutasamtökin; Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12:00. Ráðgert er að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.

Getum við bætt síðuna?