Frumkvæðissjóðir Bb II fyrir Öxarfjörð og Raufarhöfn
Frumkvæðissjóðir Bb II fyrir Öxarfjörð og Raufarhöfn
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 5. maí n.k.
Umsóknir þurfa að tengjast meginmarkmiðum svæðanna og hafa samhljóm við framtíðarsýn verkefna. Verkefnin þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið.
Raufarhöfn & framtíðin
- Sérstæður áfangastaður
- Traustir grunnatvinnuvegir
- Blómstrandi menntun
- Öflugir innviðir
Öxarfjörður í sókn
- Framandi áfangastaður
- Framsækni í matvælaframleiðslu
- Uppbyggilegt samfélag
- Öflugir innviðir
Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og annarra samstarfsaðila og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman.
- Umsóknareyðublað fyrir Raufarhöfn og framtíðin má nálgast hér
- Umsóknareyðublað fyrir Öxarfjörður í sókn má nálgast hér
- Úthlutunarreglur og verklagsreglur
Frekari upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu ssne á allra næstu dögum.
Umsækjendur er hvattir til að lesa leiðbeiningar vel og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra.
Vönduð umsókn sem styður við meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veita verkefnisstjórar á svæðinu
Einar Ingi Einarsson einar@nordurthing.is sími 464-6117
Nanna Steina Höskuldsdóttir nanna@ssne.is sími 464-9882