Janúar er bæði fyrsti og lengsti mánuður ársins – eða þannig líður okkur allavega oft. Dagarnir virðast dragast á langinn, jólaaugnablikin fjarlægjast og veturinn heldur fast í klakann. En á sama tíma er þetta mánuðurinn þar sem við stillum áttavitann, horfum fram á veginn og leggjum grunninn að nýju og spennandi ári.