Fara í efni

Föstudagsfundur SSNE - Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar

Mynd Axel Þórhallsson
Mynd Axel Þórhallsson

Föstudagsfundur SSNE - Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar

Næsti föstudagsfundur SSNE verður þann 11. apríl kl. 11:30. Þar verður spjótum beint að framlagi menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar. 

Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur mun kynna nýjustu tölur um hagræn áhrif menningar og skapandi greina fyrir Ísland. Því næst tekur Kristjana Rós Guðjohnsen fagstjóri lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu við boltanum með erindið ,,Menning, áhrif utan landsteinana“. Þar veitir hún okkur innsýn í tölfræði birtinga sem Íslandsstofa heldur utan um. Hvað er það sem vekur áhuga mögulegra ferðalanga til Íslands?

Í beinu framhaldi fáum við kynningar frá þremur aðilum sem starfa innan menningar og skapandi greina á Norðurlandi eystra:

Saga og sjálfsmynd svæða – Kvikmyndalist sem byggðastefna
-Ingimar Björn Eydal frá Castor Miðlun

Síldarminjasafnið; Hvers vegna það skiptir máli – fyrir okkur öll
-Daníel Pétur Daníelsson, sérfræðingur á sviði varðveislu og miðlunar

Aðdráttarafl með snjóboltaáhrif!
-Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar

Fundarstjóri: Albertína framkvæmdastjóri SSNE
Í kjölfar erinda verður opnað fyrir umræður meðal fundargesta. 

FUNDURINN ER RAFRÆNN OG ÖLLUM OPINN.

  • Hlekkur á Teams fundinn er hér.
  • Viltu fá fundarboð til að missa örugglega ekki af? Skráðu þig þá hér.
  • Hlekk á facebook viðburð má finna hér.

Hér má finna meginniðurstöður skýrslunnar sem unnin var fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar.

Getum við bætt síðuna?