Hugkvæmni og heilabrot
Hugkvæmni og heilabrot
Síldarminjasafn Íslands, Safnafræði við Háskóla Íslands, Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) og Samtök Ferðaþjónustunnar (SAF) kynna með stolti viðburðinn Heilabrot og hugkvæmni: Samtal um sameiginleg hagsmunamál í menningar- og ferðaþjónustu á Norðurlandi, sem haldinn verður föstudaginn 4. apríl kl. 10.00 - 15.00 á Siglufirði.
Markmiðið er að viðburðurinn verði bæði skemmtilegur og gagnlegur en lagt er upp með að styðja og styrkja samstarf og samtal milli safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Þá er mikilvægt að söfn, setur og sýningar annars vegar og ferðaþjónustan hins vegar leiði saman hesta sína og efli samtalið og samstarfið, ekki síst í ljósi þess að heimsóknir á söfn eru þriðja vinsælasta afþreying ferðamanna á Íslandi, á eftir náttúrulaugum og heilsulindum.
Dagskrá:
- 9:30 Húsið opnar
- 10:00 Opnun
- 10:15-11.15. Pallborðsumræður 1: Möguleikar í samstarfi innan svæða. Þátttakendur halda 5 mín kynningu hver, í kjölfarið eru umræður og spurningar teknar úr sal.
Þátttakendur:
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins
Evelyn Ýr Kuhne, eigandi Lýtingsstaða
Málstofustjóri: Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og listrænn ráðgjafi í Menningarhúsi í Sigurhæðum.
- 11:15-12.15. Pallborðsumræður 2: Áskoranir og úrræði. Þátttakendur halda 5 mín kynningu hver, í kjölfarið eru umræður og spurningar teknar úr sal.
Þátttakendur:
Guðrún D. Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.
Guðlaugur Kristmundsson, forstöðumaður sölu hjá Iceland Travel
Málstofustjóri: Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar.
- 12:15-13.00 Hádegishlé
- 13:00-14.00. Vinnustofa: Efnismarkaðssetning (content marketing). Andrea Rut Eiríksdóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Datera.
- 14:00-15.00. Hvernig eflum við samtalið, “speed-dating” viðburður. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur.
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Tilboð verður á léttum hádegisverð á Síldarkaffi.
Aukum samtalið og styrkjum samstarfið!
Vinsamlegast skráið þátttöku hér; http://bit.ly/4bztJZU
Facebook viðburð má finna hér