Fara í efni

Ársþing SSNE 2025 haldið í næstu viku

Svalbarðeyri
Svalbarðeyri

Ársþing SSNE 2025 haldið í næstu viku

Ársþing SSNE verður haldið 2. og 3. apríl n.k. í Svalbarðsstrandarhreppi.

Á dagskrá þingsins þann 2. apríl verður horft sérstaklega til hvernig hægt sé að grípa tækifærin sem koma upp í landshlutanum og til eflingar kjörinna fulltrúa.

Seinni dag þingsins verður m.a. umræða um 9. kafla sveitarstjórnarlaga, ávörp gesta, auk auðvitað almennra aðalfundarstarfa þar sem meðal annars verður fjallað um tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum, og tillögur til ályktana þingsins. 

Dagskrá þingsins í heild sinni má finna hér.

Getum við bætt síðuna?