Á Norðurlandi eystra er boðið upp á fjölbreytt vinnurými sem henta frumkvöðlum og þeim sem vinna óstaðbundin störf. Vinnurými eða vinnuklasar eru mikilvægir fyrir þróun og nýsköpun á svæðinu, og er stuðningur við slíka vinnuklasa eina af áherslum nýsamþykktrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Í Upptaktinum er lögð áhersla á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin fá tækifæri til að vinna við hlið og undir leiðsögn reynds tónlistarfólks að útsetningum og flutningi á eigin hugverki.
Forvitnir frumkvöðlar eru sameiginleg mánaðarleg fræðsluerindi landshlutasamtakanna SSNE, Austurbrúar, SASS, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Fræðsluhádegin eru öllum opin, en þau gagnast sérlega vel frumkvöðlum og áhugafólki um nýsköpunarsenuna.