Fara í efni

Íbúafundur á Húsavík

Íbúafundur á Húsavík

Carbfix býður til fundar til að kynna áform um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO₂ á Húsavík. Tilgangur fundarins er að hefja samtal við íbúa svæðisins um uppbyggingu slíkra stöðva.
Á fundinum verður sagt frá hvers vegna er verið að byggja slíkar stöðvar, hvernig ferlið gengur fyrir sig, hvernig slíkar stöðvar eru byggðar upp, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa.
Í lok fundar verður veittur nægur tími fyrir spurningar úr sal og af netinu.
Hvenær: Fimmtudaginn 3. apríl, frá kl. 17:15-19:00
Hvar: Fosshótel Húsavík, Skjálfandi fundarsalur á jarðhæð og í streymi.
Skráning á fundinn fer fram hér: https://bit.ly/441gEqB
 
Hlekkur á streymi verður aðgengilegur á Facebook þegar nær dregur, auk þess sem hann verður sendur í tölvupósti á skráða þátttakendur.
Kynningar:
🔹Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi
🔹Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar
🔹Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
Fundarstjóri: Aðalsteinn Á. Baldursson.

 

Allar upplýsingar má finna hér

Getum við bætt síðuna?