Fara í efni

Ársþing SSNE haldið í dag og á morgun

Þrátt fyrir snjókomu í morgun mæta fulltrúar sveitarfélaga og samstarfsaðilar brosandi til leiks.
Þrátt fyrir snjókomu í morgun mæta fulltrúar sveitarfélaga og samstarfsaðilar brosandi til leiks.

Ársþing SSNE haldið í dag og á morgun

Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fer fram í dag og á morgun á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi. Þrátt fyrir snjókomu í morgun mæta fulltrúar sveitarfélaga og samstarfsaðilar brosandi til leiks – enda ekki annað hægt þegar veðurspáin lofar glampandi sól og tíu stiga hita á morgun! Það má því segja að þema þingsins, að grípa tækifærin þegar þau gefast, eigi vel við – hvort sem það eru veðurgluggar eða uppbygging í heimabyggð.

Á dagskrá þingsins eru umræður um ýmis verkefni og þau tækifæri sem blasa við og hvernig við getum betur nýtt þau í sameiningu. Á morgun fara svo fram aðalfundarstörf og ávörp gesta. Það stefnir í góða mætingu og við finnum fyrir krafti og bjartsýni meðal þátttakenda – því þótt veturinn sé seinn á ferð, þá er vorið rétt handan við hornið.

Við hlökkum til tveggja uppbyggilegra og gefandi daga á Hótel Natur – þar sem samvinna, samtal og sól (að minnsta kosti á morgun) munu einkenna stemninguna.

Getum við bætt síðuna?